sun 18.sep 2022
Höskuldur kallaður inn í landsliðshópinn fyrir Alfons

Alfons Sampsted þurfti að draga sig úr landsliðshópnum fyrir leikina gegn Venesúela og Albaníu vegna meiðsla. Hann þurfti að fara af velli á 64. mínútu í leik Bodö/Glimt gegn Haugesund í dag.Höskuldur Gunnlaugsson leikmaður Breiðabliks er valinn í hans stað. Hann mun koma við móts við liðið á morgun.

Höskuldur er fyrirliði Blika en hann á fimm A-landsleiki fyrir Íslandshönd.

Ísland mætir Venesúela í vináttuleik 22. september og Albaníu í síðasta leik sínum í Þjóðadeild UEFA 27. september í Tirana í Albaníu.