mán 19.sep 2022
Sakaður um rasisma í garð landsliðsmanns Jamaíku
Damion Lowe (Nr 5)

DC United og Inter Miami áttust við í MLS deildinni í Bandaríkjunum í gærkvöldi.Íslenski landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn fyrir DC United en liðið tapaði 3-2.

Taxi Fountas jafnaði metin í 2-2 fyrir DC United eftir u.þ.b 60 mínútna leik og eftir það lenti hann í áflogum við Damion Lowe varnarmann Inter Miami.

Á endanum gaf dómarinn báðum leikmönnum áminningu.

Nokkrir leikmenn hafa tjáð sig um atvikið og segja frá því að Fountas hafi notað N orðið við Lowe sem er landsliðsmaður Jamaíka.

Lowe er 29 ára gamall varnarmaður en hann er í landsliðshópi Jamaíka sem mætir Argentínu í æfingaleik þann 27. september.

MLS sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfarið og segir frá því að málið verði rannsakað. Dómararnir urðu ekki varir við þetta og ekkert náðist á myndband samkvæmt dómara leiksins.