mán 19.sep 2022
Simeone skaut á Real: Þeir gagnrýndu okkur fyrir þennan leikstíl

Real Madrid vann grannaslaginn gegn Atletico Madrid 2-0 í spænsku deildinni í gær.

Diego Simeone stjóri Atletico skaut á leikstíl Real Madrid eftir leikinn.Atletico er þekkt fyrir að verjast vel og beita góðum skyndisóknum en það virtist vera áætlun Real í gær. Liðið komst yfir gegn gangi leiksins eftir tæpar 20 mínútur.

„Það var magnað að sjá kraftinn í þeim, lið sem verst lágt á vellinum og beitir skyndisóknum. Þetta minnir mig á liðið sem við vorum með þegar Diego Costa var hérna. Þeir gagnrýndu okkur þá," sagði Simeone.