mán 19.sep 2022
[email protected]
Ísland í dag - Sextándu umferðinni lýkur í Bestu deild kvenna
Einn leikur fer fram í Bestu deild kvenna í kvöld.
Það er lokaleikurinn í 16. umferðinni þar sem Stjarnan og Þróttur mætast í Garðabæ. Þetta eru liðin í 3. og 4. sæti en Þróttur getur jafnað Stjörnuna að stigum með sigri í kvöld. Með sigri verður Stjarnan tveimur stigum á eftir Breiðabliki sem situr í 2. sætinu. mánudagur 19. september
Besta-deild kvenna 19:15 Stjarnan-Þróttur R. (Samsungvöllurinn)
|