mán 19.sep 2022
[email protected]
Hver hefur verið besti markvörður Bestu deildarinnar?
Nú þegar 22 umferðum er lokið í Bestu deildinni og komið að tvískiptingu þá mun Fótbolti.net standa fyrir kosningu á besta markverði, varnarmanni, miðjumanni og sóknarmanni deildarinnar.
Farið verður yfir niðurstöðuna í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 næsta laugardag.
Valnefnd Fótbolta.net velur þá sem tilnefndir eru í hverjum flokki og það eru svo lesendur sem sjá um að velja.
Farin er af stað kosning á besta markverði deildarinnar og hægt er að taka þátt á forsíðu Fótbolta.net.
|