mán 19.sep 2022
Xhaka loksins að sýna sitt rétta andlit

Granit Xhaka leikmaður Arsenal hefur byrjað tímabilið af krafti eins og allt Arsenal liðið.

Þessi 29 ára gamli Svisslendingur er að spila framar en hann er vanur en hann er með 3 stoðsendingar og eitt mark í sjö leikjum.Xhaka hefur komið Ian Wright, goðsögn Arsenal, mikið á óvart.

„Fyrir mér er Xhaka loksins að spila eins og hann gerir fyrir Sviss. Hann er að spila í stöðu sem hentar honum, meira sóknar þenkjandi," sagði Wright.

„Hann hefur verið að finna pláss sem hann er mjög hættulegur í. Að mínu mati er hann með einn besta vinstri fót í deildinni. Frábær fyrirgjöf hjá honum í markinu hjá Jesus. Hann getur líka varist."

Xhaka hefur verið mjög umdeildur en hann missti fyrirliðabandið á sínum tíma eftir að hann lenti uppá kannt við stuðningsmenn liðsins. Hann var fyrirliði liðsins um helgina í fjarveru Martin Ödegaard.