fim 22.sep 2022
Stjarnan auglýsir eftir yfirþjálfara yngri flokka

Knattspyrnudeild Stjörnunnar leitar af kraftmiklum leiðtoga til að taka að sér starf yfirþjálfara yngri flokka karla.Um er að ræða fullt starf hjá einni fjölmennustu knattspyrnudeild landsins. Viðkomandi heyrir undir rekstrarstjóra knattspyrnudeildar. Yfirþjálfari ber ábyrgð á faglegu barna- og unglingastarfi knattspyrnudeildar í samráði við yfirþjálfara yngri flokka kvenna, rekstrarstjóra knattspyrnudeildar og barna- og unglingaráð. Iðkendur yngri flokka deildarinnar eru yfir 900 frá 8. flokki upp í 2. flokk.

Leitað er að kraftmiklum leiðtoga í fullt starf sem hefur brennandi áhuga á að vinna með Stjörnunni í uppbyggingu á öflugustu yngri flokkum landsins í knattspyrnu.

Helstu verkefni og ábyrgð
 - Fagleg forysta um þjónustu við iðkendur.
 - Uppbygging mannauðs og liðsheildar ásamt ábyrgð á þjálfaramálum.
 - Skipulagning á æfingatöflu í samráði við yfirþjálfara yngri flokka kvenna.
 - Yfirumsjón með skipulagi starfsins og daglegur rekstur. 
 -  Samvinna við meistaraflokka deildarinnar.
 - Stefnumótun, markmiðasetning og áætlanagerð í samvinnu við barna- og unglingaráð.

Yfirþjálfari mun jafnframt sinna hlutverki aðalþjálfara í einum flokki deildarinnar.

Menntunar- og hæfniskröfur
 - 
UEFA A þjálfaragráða.
 - Brennandi áhugi á uppbyggingu yngri flokka knattspyrnudeildar og innleiðingu stefnu hennar.
 - Jákvætt lífsviðhorf og framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfileikar.
 - Umtalsverð reynsla af þjálfun nauðsynleg.
 - Sjálfstæði í starfi og hæfileiki til að vinna með öðrum.
 - Frumkvæði, drifkraftur og stefnumótandi hugsun.
 - Framtíðarsýn og ósérhlífni.
 - Hreint sakavottorð er skilyrði.
 - Umsóknarfrestur er til og með 23. september 2022.

Frekari upplýsingar veitir Þorvaldur Örlygsson rekstrarstjóri knattspyrnudeildar í gegnum tölvupóst: [email protected] merkt yfirþjálfari knattspyrnudeildar.