mið 21.sep 2022
Vildi ekki tala um Messi - „Þetta var óþægilegt"

Quique Setién tók við Barcelona í janúar árið 2020 en var rekinn eftir 8-2 tap gegn Bayern Munchen í undanúrslitum Meistaradeildarinnar sjö mánuðum síðar.Barcelona var í 2. sæti í La Liga á þessum tímapunkti en Setien var með 64% vinningshlutfall hjá liðinu.

Samband Setien og Lionel Messi var mikið í heimsfréttum á þessum tíma en Setien ræddi við Mundo Deportivo en vildi lítið tjá sig um Messi.

„Ég vil ekki tala um MEssi. Það er samt að það voru augnablik sem voru óþægileg," sagði Setien.

Setien hefur ekki þjálfað síðan hann var rekinn frá Barcelona.