fös 23.sep 2022
Dagný skönnuð inn í leikinn - Verður lík sjálfri sér
Dagný Brynjarsdóttir.
Eins og fram hefur komið þá verður íslenska kvennalandsliðið í FIFA 23 tölvuleiknum.

Í fyrsta sinn verður hægt að spila með íslenska kvennalandsliðinu í tölvuleiknum vinsæla. Það er eitt af sautján landsliðum í kvennaflokki sem eru í boði.

„Fyrir samninginn greiðir EA Sports engar fjárhæðir til okkar. Við metum þennan sýnileika þess virði að hann sé réttlætanlegur án greiðslunnar," segir Stefán Gunnarsson, sviðsstjóri á markaðssviði KSÍ, við Fréttablaðið.

Núna hefur verið greint frá því að leikmenn í úrvalsdeild kvenna á Englandi fái andlit sitt skannað inn í leikinn. Þær verða því mjög líkar sjálfum sér í leiknum.

Á meðal leikmanna sem fær andlit sitt skannað í leikinn er Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham, en hér fyrir neðan má sjá hvernig hún kemur til með að líta út.

Ekki er vitað hvort aðrir leikmenn íslenska landsliðsins verði svona líkar sjálfum sér eins og Dagný er í leiknum. Það verður fróðlegt að sjá það og hvaða einkunnir leikmennirnir fá.