fös 23.sep 2022
Kristian Nökkvi í banni - Svona er líklegt byrjunarlið hjá U21
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Kristall Máni Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Á eftir spilar U21 landsliðið risastóran leik við Tékkland í umspili fyrir lokakeppni EM.

Þetta er fyrri leikur liðanna í umspilinu en hann fer fram á Víkingsvellinum.

U21 landsliðið verður án tveggja lykilmanna í dag þar sem Kristian Nökkvi Hlynsson er í leikbanni og Kristall Máni Ingason er frá vegna meiðsla.

Þetta er ekki gott en það er mikilvægt fyrir liðið að ná góðum úrslitum á heimavelli.

Hér fyrir neðan má sjá líklegt byrjunarlið U21 í leiknum sem Arnar Laufdal, sem textalýsir leiknum, setti saman.