lau 24.sep 2022
Landsliðin, bestir í Bestu og slúðrið á X977 í dag
Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson mæta galvaskir í útvarpsþáttinn Fótbolti.net á X977 í dag milli 12 og 14. Þátturinn er á dagskrá alla laugardaga milli 12 og 14.

Það er nóg að ræða eftir landsleikjavikuna. Íslenska landsliðið vann Venesúela og U21 landsliðið er í einvígi við Tékka um sæti á EM.

Þá verður sérstakt uppgjör Bestu deildarinnar. Besti markvörðurinn, besti varnarmaðurinn, besti miðjumaðurinn og besti sóknarmaðurinn krýndir.

Að auki verður púlsinn tekinn á góðum mönnum.