lau 24.sep 2022
Ísland í dag - Titill í boði í Mosfellsbæ
Valur mætir Aftureldingu
Fimm leikir eru á dagskrá í íslenska boltanum í dag en Valur getur unnið Íslandsmeistaratitilinn annað ár í röð er liðið heimsækir Aftureldingu í Mosfellsbæ.

Valur er með sex stiga forystu á toppnum þegar tvær umferðir eru eftir en liðið þarf aðeins stig gegn Aftureldingu í dag til að vinna deildina.

Afturelding hefur líka að miklu að keppa en liðið þarf sigur til að eiga möguleika á að halda sér í deildinni.

Leikir dagsins:

Besta-deild kvenna
14:00 Afturelding-Valur (Malbikstöðin að Varmá)

2. deild kvenna - Efri hluti
15:00 Fram-Völsungur (Framvöllur - Úlfarsárdal)
15:00 ÍA-KH (Akraneshöllin)

2. deild kvenna - Neðri hluti
12:00 Álftanes-Sindri (OnePlus völlurinn)
14:00 Einherji-ÍH (Vopnafjarðarvöllur)