lau 24.sep 2022
Mbappe: Frjálsara hér en hjá PSG
Kylian Mbappe
Kylian Mbappe, framherji Paris Saint-Germain og franska landsliðsins, virtisti skjóta létt á félagslið sitt eftir 2-0 sigur liðsins á Austurríki, en hann segist fá meira frjálsræði inni á vellinum með landsliðinu en með PSG.

Mbappe skoraði fyrra mark Frakklands í sigrinum á Austurríki eftir magnað einstaklingsframtak.

Hann segir að þökk sé Olivier Giroud hafi hann fengið frjálsara hlutverk á vellinum þar sem Giroud náði að draga varnarmennina með sér og þannig skapað meira pláss.

Þetta er hlutverk sem hann er ekki vanur hjá PSG, enda er félagið ekki með stóran og sterkan framherja sem getur sinnt þessu hlutverki.

„Það sem er ætlast til af mér hér er mjög ólíkt því sem er ætlast til hjá PSG. Ég fæ mun frjálsara hlutverk hér en hjá PSG. Þjálfarinn veit að Giroud er hér sem nía, þannig ég get hreyft mig meira og komið mér í plássin. Það er öðruvísi hjá PSG, en ég nýt þess að spila hvar sem er," sagði Mbappe.