lau 24.sep 2022
Myndband: Neymar rauk burt þegar hann var spurður út í Mbappe

Það hefur ekki farið framhjá fótboltaunnendum að ekki leikur allt í lyndi innan herbúða franska stórveldisins Paris Saint-Germain.Kylian Mbappe og Neymar eru ekki sáttir eftir það sem hefur atvikast á tímabilinu. Neymar telur Mbappe hafa alltof mikil völd innan PSG eftir að hann skrifaði undir nýjan þriggja ára samning í sumar.

Mbappe er vítaskytta númer 1 hjá PSG eftir þennan nýja samning og hefur Lionel Messi reynt að láta stórstjörnurnar sættast.

Núna eru Mbappe og Neymar báðir í fullu fjöri með Frakklandi og Brasilíu í landsleikjahlénu. Mbappe skoraði í sigri franska landsliðsins og sagði eftir leik að hann fengi meira frelsi til að spila sinn fótbolta með Frakklandi heldur en PSG.

Neymar gaf tvær stoðsendingar í sigri Brasilíu og svaraði spurningum fréttamanna að leikslokum. Hann gekk þó pirraður í burtu þegar þeir spurðu hann út í Kylian, eins og er hægt að sjá hér fyrir neðan.