lau 24.sep 2022
Araújo og Koundé frá keppni í rúman mánuð
Araújo er 23 ára og með 89 keppnisleiki að baki fyrir Barcelona. Hann er byrjunarliðsmaður í landsliði Úrúgvæ.

Þetta hefur ekki verið góð byrjun á landsleikjahlé fyrir Barcelona þar sem fjórir leikmenn liðsins meiddust fyrir helgi.Frenkie de Jong og Memphis Depay meiddust með hollenska landsliðinu en þau meiðsli eru ekki talin alvarleg. 

Það fór verr hjá varnarmönnunum Ronald Araujo og Jules Kounde sem verða frá næstu vikurnar. Líklegt er að þeir missi af meira en mánuði og gætu því báðir misst af öllum leikjum Barca fram að HM.

Barcelona neitar að gefa upplýsingar um hversu alvarleg meiðsli leikmannanna séu og miklar líkur á að þeir missi af El Clasico slagnum eftir þrjár vikur.

Kounde og Araujo hafa verið að gera góða hluti í varnarlínu Börsunga sem er taplaust eftir sex umferðir og aðeins búið að fá eitt mark á sig.