lau 24.sep 2022
[email protected]
U19: Sigurður Steinar skoraði í tapi gegn Svíum
 |
Ísak Daði Ívarsson og Sigurður Steinar eru báðir í U19 landsliðinu. |
Svíþjóð U19 2 - 1 Ísland U19 1-0 Fredrik Nissen ('1) 2-0 Williot Swedberg ('47) 2-1 Sigurður Steinar Björnsson ('93)
Íslenska landsliðið skipað strákum undir 19 ára aldri var að ljúka seinni æfingaleik sínum í Svíþjóð. Þar spilaði Ísland við heimamenn eftir að hafa sigrað Noreg í vikunni. Svíar tóku forystuna snemma leiks þegar Fredrik Nissen skoraði strax á fyrstu mínútu. Williot Swedberg, sem er samningsbundinn Celta Vigo á Spáni, tvöfaldaði forystuna í upphafi síðari hálfleiks. Strákarnir okkar náðu að minnka muninn en markið kom alltof seint í leiknum. Sigurður Steinar Björnsson, leikmaður Víkings R., skoraði á 93. mínútu og urðu lokatölur 2-1 fyrir Svía. Kristófer Kristjánsson, leikmaður Þórs, átti stoðsendinguna. U19 landsliðið á næst leiki í nóvember þar sem það keppir við Frakkland, Ítalíu og Sviss í undanriðli fyrir EM 2023. Þessi gífurlega erfiði riðill verður leikinn á Ítalíu.
|