lau 24.sep 2022
2. deild kvenna: Álftanes og Einherji deila toppsætinu

Álftanes og Einherji deila toppsæti neðri hluta 2. deildar kvenna eftir sigra sína í dag. Öllum leikjum tímabilsins er þá lokið í neðri hlutanum.Álftanes lagði Sindra að velli eftir að hafa verið einu marki undir í leikhlé. Jovana Milinkovic tók forystuna fyrir Sindra en Thelma Lind Steinarsdóttir, Ólöf Sara Sigurðardóttir og Mist Smáradóttir sneru stöðunni við í síðari hálfleik.

Einherji komst í fjögurra marka forystu gegn ÍH og stóð uppi sem 4-1 sigurvegari. 

Álftanes og Einherji eru með 22 stig, tveimur stigum fyrir ofan Sindra.

Álftanes 3 - 1 Sindri
0-1 Jovana Milinkovic ('38 )
1-1 Thelma Lind Steinarsdóttir ('48 )
2-1 Ólöf Sara Sigurðardóttir ('76 )
3-1 Mist Smáradóttir ('80 )

Einherji 4 - 1 ÍH
1-0 Bernadett Viktoria Szeles ('29 )
2-0 Sara Líf Magnúsdóttir ('44 )
3-0 Coni Adelina Ion ('56 )
4-0 Amanda Lind Elmarsdóttir ('59 )
4-1 Katrín S. Vilhjálmsdóttir ('82 )