lau 24.sep 2022
[email protected]
Birkir Heimis inn í U21 landsliðið
Birkir Heimisson, miðjumaður Vals, hefur verið kallaður upp í U21 landsliðshópinn fyrir seinni leikinn mikilvæga gegn Tékklandi í umspili um sæti á lokamóti EM 2023.
Strákarnir töpuðu heimaleiknum 1-2 gegn Tékkum og bíður þeirra erfitt verkefni á útivelli. Liðin mætast aftur næsta þriðjudag. Birkir tekur sæti Sævars Atla Magnússonar í hópnum. Sævar Atli fékk gult spjald í tapinu á Víkingsvelli og er því í leikbanni fyrir seinni viðureignina. Sævar Atli spilar sem framherji en Birkir er vanur að spila aftar á vellinum hjá Val. Birkir er fæddur um aldamótin og á rúma 60 keppnisleiki að baki á þremur árum í Hlíðunum. Hann á fjóra leiki að baki fyrir U21 landsliðið eftir að hafa verið lykilmaður í U16 og U17.
|