mán 26.sep 2022
[email protected]
Þjóðadeildin: Rúmenía fallið þrátt fyrir stórsigur
 |
 |
Mynd: EPA
|
 |
Kvaratskhelia er afar spennandi leikmaður. |
Mynd: Getty Images
|
Rúmenía er fallið niður í C-deild Þjóðadeildarinnar þrátt fyrir 4-1 stórsigur gegn toppliði Bosníu Hersegóvínu sem var þegar búið að tryggja sér toppsætið fyrir lokaumferðina.
Rúmenar voru betri aðilinn gegn Bosníu og verðskulduðu sigurinn þar sem George Puscas setti tvennu á meðan Edin Dzeko gerði eina mark Bosníu. Lokatölur urðu 4-1 og endar Rúmenía á botni riðilsins með sjö stig. Bosnía endar á toppi riðilsins með ellefu stig og er Finnland í öðru sæti eftir sigur í Svartfjallalandi. Finnar höfðu betur gegn tíu Svartfellingum og enda með átta stig. Þeir halda því sínu sæti í B-deildinni. Svartfjallaland 0 - 2 Finnland 0-1 Oliver Antman ('47 ) 0-2 Benjamin Kallman ('53 ) Rautt spjald: ,Zarko Tomasevic, Svartfjallaland ('17)
Romania 4 - 1 Bosnia Herzegovina 1-0 Dennis Man ('38 ) 2-0 George Puscas ('73 ) 2-1 Edin Dzeko ('77 ) 3-1 Andrei Ratiu ('79 ) 4-1 George Puscas ('86 ) Þá var einnig leikið í C- og D-deildunum. Í C-deildinni unnu Georgía og Búlgaría sína leiki en úrslitin voru löngu ráðin í riðlinum. Georgía fer upp í B-deildina eftir að hafa nælt sér í 16 stig úr 6 leikjum með Khvicha Kvaratskhelia í fararbroddi. Gíbraltar endar með eitt stig og fellur aftur niður í D-deildina. Í D-deildinni vann Eistland þægilegan útisigur í San Marínó. Eistar enda með fullt hús stiga og fara upp í C-deildina á meðan San Marínó lýkur keppni án stiga og með markatöluna 0-9. Gíbraltar 1 - 2 Georgía 0-1 Khvicha Kvaratskhelia ('19 , víti) 0-2 Giorgi Tsitaishvili ('48 ) 1-2 Louie Annesley ('75 ) N-Makedónía 0 - 1 Búlgaría 0-1 Kiril Despodov ('50 ) Rautt spjald: Todor Todoroski, North Macedonia ('14) San Marínó 0 - 4 Eistland 0-1 Henri Anier ('38 ) 0-2 Taijo Teniste ('56 ) 0-3 Rauno Sappinen ('66 ) 0-4 Henri Anier ('77 )
|