mið 28.sep 2022
Scaloni fær nýjan fjögurra ára samning hjá Argentínu

Argentínska knattspyrnusambandið er búið að staðfesta samkomulag við landsliðsþjálfarann Lionel Scaloni um nýjan langtímasamning fyrir næstu fjögur árin.Scaloni er 44 ára gamall og lék 7 A-landsleiki fyrir Argentínu á ferli sínum sem bakvörður og spilaði meðal annars á láni hjá West Ham um tíma. Hann hefur stýrt landsliði Argentínu síðustu fjögur ár og tókst að vinna langþráðan sigur í Copa America í fyrra auk þess að hafa unnið suður-amerísku ÞJóðadeildina í ár.

„Ég er stoltur að tilkynna að við erum búnir að gera nýjan samning við Scaloni sem gildir út HM 2026," sagði Claudio Tapia, forseti argentínska knattspyrnusambandsins.

Argentínska landsliðið er fyrsta starf Scaloni sem aðalþjálfari en hann var aðstoðarþjálfari hjá Sevilla og argentínska landsliðinu fyrir það. Scaloni var aðeins ráðinn sem bráðabirgðaþjálfari Argentínu til að byrja með eftir að Jorge Sampaoli var rekinn í kjölfar slæms gengis á HM 2018, og var ráðningin gerð endanleg eftir Copa America 2019.