mið 28.sep 2022
Fabian Delph leggur skóna á hilluna

Fabian Delph lagði landsliðsskóna á hilluna fyrir þremur árum og hefur nú hætt í starfi sínu sem atvinnumaður í fótbolta eftir að samningur hans við Everton rann út í sumar. Delph birti stuttorða yfirlýsingu á samfélagsmiðlum til að tilkynna þessa ákvörðun sína.Delph, sem verður 33 ára í nóvember, spilaði ýmist sem miðjumaður eða vinstri bakvörður og lék 20 A-landsleiki fyrir England.

Hann braust í sviðsljósið hjá Aston Villa og var lykilmaður þar sem endaði með því að stórveldi Manchester City keypti hann í sínar raðir.

Delph tókst aldrei að hrífa þjálfarateymið hjá Man City og settu tíð meiðsli strik í reikninginn. Það varð til þess að hann fór til Everton þegar samningurinn hjá City rann út en þá hafði Delph unnið ensku úrvalsdeildina tvisvar með félaginu.

Delph kom við sögu í 41 leik á þremur árum hjá Everton og ákvað félagið að framlengja ekki við hann í sumar