fim 29.sep 2022
Gakpo sagður halda í vonina um að Man Utd komi aftur inn í myndina
Gakpo í leik með PSV.
Manchester United er ekki hætt að eltast við hollenska kantmanninn Cody Gakpo.

Gakpo var mikið orðaður við United í sumar en félagið endaði á því að kaupa hinn brasilíska Antony frá Ajax. Gakpo var því áfram í herbúðum PSV Eindhoven.

Núna segir Forbes hins vegar frá því að Erik ten Hag, stjóri Man Utd, sé enn með augu á Gakpo og ætli sér að reyna að fá hann næsta sumar.

Ten Hag þekkir hollensku úrvalsdeildina mjög vel eftir að hafa stýrt Ajax og Utrecht og hann er greinilega hrifinn af kantmanninum.

Leeds og Southampton höfðu áhuga á Gakpo undir lok síðasta glugga en hann valdi að vera áfram hjá PSV í von um að United myndi koma aftur inn í myndina. Hann hefur byrjað tímabilið í Hollandi vel og það er líklegt að United reyni aftur næsta sumar. Ekki er búist við því að PSV muni biðja um of háa fjárhæð fyrir hann.