fim 29.sep 2022
Svona væri staðan í ensku úrvalsdeildinni ef VAR væri ekki til
Arsenal væri með fullt hús stiga.
ESPN hefur reiknað það út hvernig staðan í ensku úrvalsdeildinni væri ef VAR - myndbandsdómgæsla - væri ekki til.

Staðan væri nokkuð breytt eins og sjá mér hér að neðan. Alls hafa 94 VAR-ákvarðanir verið teknar í ensku úrvalsdeildinni til þessa og hafa þau haft áhrif á úrslit leikja.

Í formúlunni sem ESPN notar þá væri Arsenal enn með fullt hús stiga ef VAR væri ekki til. Arsenal hefur aðeins tapað stigum gegn Manchester United til þessa, en þeir töpuðu 3-1 fyrir United. Mark var tekið af Arsenal snemma í leiknum með hjálp VAR og metur ESPN það þannig að Arsenal hefði unnið leikinn ef það mark hefði fengið að standa.

Manchester United og Chelsea væru tvö af þeim liðum sem myndu tapa mest á því ef VAR væri ekki til.

Hægt er að lesa grein ESPN um málið með því að smella hérna.