fim 29.sep 2022
Leikmenn City pressuðu vel á Haaland

Erling Haaland hefur farið hamförum síðan hann gekk til liðs við Manchester City frá Dortmund í sumar. Hann hefur skorað 14 mörk í 10 leikjum.

Það er ekkert nýtt á nálinni fyrir hann að skora mörk þar sem hann hefur skorað 169 mörk í 210 leikjum á ferlinum.Þessi 22 ára gamli norski framherji segir frá því að leikmenn Manchester City hefðu kvatt hann til að fara til City í fyrra.

„Eftir leik City og Dortmund árið 2021 voru svona fimmtán manns sem sögðu að ég ætti að koma. Stones, Dias, Foden, De Bruyne...." Sagði Haalnd.

Liðin mættust í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð þar sem City vann samtals 4-2. Haaland mistókst að skora fyrir Dortmund. Hann skoraði hins vegar á dögunum fyrir City gegn Dortmund í riðlakeppninni.