fös 30.sep 2022
Rodgers: Ég er besti maðurinn í starfið

Stjórastarf Brendan Rodgers hjá Leicester City er í hættu eftir hörmulega byrjun á nýju úrvalsdeildartímabili.



Leicester er aðeins með eitt stig eftir sjö fyrstu umferðir deildartímabilsins og margir sem velta því fyrir sér hvenær mælirinn verði fullur hjá eigendum félagsins.

„Ég er besti maðurinn í starfið. Ég hef ekki rætt þessi mál við eigendurna en þeir treysta mér og búast við því að ég snúi þessu gengi við. Þeir láta mig vita ef eitthvað breytist í þeim efnum," sagði Rodgers.

„Þegar þú ert í neðsta sæti með sex töp í sjö leikjum verðuru ekki valinn sem bragðtegund mánaðarins. Það er mikilvægt að halda áfram að gera rétta hluti á æfingum á hverjum degi. Ég elska að vinna með þessum leikmannahópi.

„Þetta hefur verið erfið byrjun en ég hef trú á að við munum snúa þessu við eins og á síðustu leiktíð. Ég nýt þess að vera hér þrátt fyrir slæma byrjun á tímabilinu."

Rodgers hefur unnið FA bikarinn við stjórnvölinn hjá Leicester og tvisvar sinnum komist afar nálægt því að krækja í Meistaradeildarsæti. Hann er samningsbundinn félaginu til 2025 og sér ekki fyrir sér að hætta fyrir það.