lau 01.okt 2022
Messi skoraði úr aukaspyrnu í sigri PSG
Lionel Messi og Kylian Mbappe afgreiddu Nice
Lionel Messi og Kylian Mbappe skoruðu báðir er Paris Saint-Germain vann Nice, 2-1, í frönsku deildinni í kvöld.

Messi, sem átti erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð, hefur verið í frábæru formi á þessu tímabili.

Hann skoraði fyrsta aukaspyrnumark sitt fyrir félagið á 29. mínútu leiksins. Messi setti boltann efst í hægra hornið en þetta var 60. aukaspyrnumark hans á ferlinum.

Mbappe byrjaði á bekknum en kom við sögu í síðari hálfleiknum og tryggði liðinu sigurinn eftir sendingu frá Nordi Mukiele.

PSG er á toppnum með 25 stig eftir níu leiki.