lau 01.okt 2022
Sæti Bruno Lage heitt - Wolves íhugar að reka hann
Bruno Lage
Bruno Lage, stjóri Wolves á Englandi, er í afar heitu sæti þessa stundina eftir 2-0 tapið gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en félagið er að íhuga stöðu hans.

Wolves hefur aðeins unnið einn leik í deildinni á þessu tímabili og tapað fjórum.

Liðið er í 18. sæti deildarinnar með 6 stig en liðið tapaði öðrum leik sínum í röð í dag.

Telegraph greinir frá því að stjórn Wolves er nú að íhuga það að láta Lage fara frá félaginu.

Stjórnin mun ræða saman næstu daga og fara yfir stöðu hans en Lage tók við Wolves fyrir 15 mánuðum eftir að Nuno Espirito Santo hætti með liðið.