sun 02.okt 2022
[email protected]
Ísland í dag - Lokaspretturinn fer af stað
 |
Framarar mæta Leikni í Úlfarsárdal í dag |
Lokaspretturinn í Bestu deild karla fer af stað í kvöld með þremur leikjum en það er leikið bæði í efri og neðri hluta deildarinnar.
KA, sem situr í 3. sæti Bestu deildarinnar, mætir KR sem er í 5. sætinu. KA þarf sigur til að eiga möguleika á að ná Breiðabliki, en toppliðið er með átta stiga forystu.
Í neðri hlutanum spilar Keflavík við ÍA klukkan 15:00 á HS Orkuvellinum. Keflavík er í góðri stöðu í efsta sæti neðri hlutans með 28 stig en ÍA er á botninum með 15 stig.
Fram fær þá Leikni í heimsókn. Framarar eru í 2. sæti neðri hlutans með 25 stig en Leiknir í 4. sæti með 20 stig.
Leikir dagsins: Besta-deild karla - Efri hluti 15:00 KA-KR (Greifavöllurinn) Besta-deild karla - Neðri hluti 15:00 Keflavík-ÍA (HS Orku völlurinn) 17:15 Fram-Leiknir R. (Framvöllur - Úlfarsárdal)
|