sun 02.okt 2022
Fengu mynd af sér með björtustu von Íslands
Davíð Snorri á Laugardalsvelli í gær.

Hópur fólks fékk í gær mynd af sér með björtustu von Íslands fyrir úrslitaleik Mjólkurbikars karla.Bjartasta vonin var Davíð Snorri Jónasson þjálfari U21 landsliðs Íslands en hann komst með liðið í umspil um sæti á EM þar sem þeir byðu í lægri hlut gegn Tékkum í vikunni.

Það er reyndar ekki svo að Davíð Snorri hafi sjálfur tekið upp á því að klæðast alklæðnaði U21 landsliðsins og sett upp skilti en þetta var þó í boði.

Ástæðan var sú að þjálfarinn mun ganga að eiga unnustu sína síðar í mánuðinum og þarna voru vinir hans að steggja hann.

Fleiri myndir af því má sjá hér að neðan.