sun 02.okt 2022
Ítalía í dag - Þórir Jóhann spilar í nýliðaslag
Þórir Jóhann verður í eldlínunni með Lecce
Sex leikir fara fram í Seríu A á Ítalíu í dag. Þórir Jóhann Helgason og hans menn í Lecce mæta Cremonese í nýliðaslag.

Mikael Egill Ellertsson og félagar í Spezia heimsækja Lazio klukkan 10:30.

Þrír leikir eru klukkan 13:00. Sassuolo spilar við Salernitana á meðan Þórir Jóhann og strákarnir í Lecce spila við Cremonese. Sampdoria spilar þá við nýliða Monza.

Atalanta og Fiorentina eigast við klukkan 16:00 áður en Juventus spilar við Bologna í lokaleik dagsins.

Leikir dagsins:
10:30 Lazio - Spezia
13:00 Sassuolo - Salernitana
13:00 Sampdoria - Monza
13:00 Lecce - Cremonese
16:00 Atalanta - Fiorentina
18:45 Juventus - Bologna