sun 02.okt 2022
Spánn í dag - Osasuna á Santiago Bernabeu
Real Madrid mætir Osasuna
Fjórir leikir eru á dagskrá í La Liga á Spáni í dag. Spánarmeistarar Real Madrid fá Osasuna í heimsókn á Santiago Bernabeu.

Espanyol og Valencia eigast við í hádegisleiknum áður en Celta Vigo spilar við Real Betis.

Girona og Real Sociedad mætast klukkan 16:30 áður en Real Madrid, sem hefur unnið alla sex leiki sína, spilar við Osasuna á Bernabeu.

Leikir dagsins:
12:00 Espanyol - Valencia
14:15 Celta - Betis
16:30 Girona - Real Sociedad
19:00 Real Madrid - Osasuna