sun 02.okt 2022
[email protected]
Werner náði merkum áfanga í gær - Fyrstur til að skora 100 mörk fyrir Leipzig
 |
Timo Werner |
Þýski framherjinn Timo Werner er fyrsti leikmaðurinn í sögu RB Leipzig til að skora 100 mörk í öllum keppnum en hann náði þessum merka áfanga í 4-0 sigri liðsins á Bochum í gær.
Werner gekk aftur í raðir Leipzig frá Chelsea undir lok gluggans og virðist kunna mun betur við sig í Þýskalandi en á Englandi.
Hann er með 6 mörk og 3 stoðsendingar í 10 leikjum á þessu tímabili en hann gerði tvö mörk í 4-0 sigrinum á Bochum í þýsku deildinni í gær.
Í leiðinni afrekaði hann það að vera fyrsti leikmaðurinn í sögu Leipzig til að skora 100 mörk í öllum keppnum.
Leipzig var stofnað árið 2009 af Red Bull en markmiðiðið var að koma liðinu í efstu deild á átta árum. Félagið náði markmiði sínu á sjö árum.
|