sun 02.okt 2022
Championship: Draumabyrjun hjá Bilic
Ismaila Sarr skoraði fyrsta mark Watford
Stoke City 0 - 4 Watford
0-1 Ismaila Sarr ('12 )
0-2 Ken Sema ('64 )
0-3 Keinan Davis ('78 )
0-4 Vakoun Issouf Bayo ('84 )

Króatíski stjórinn Slaven Bilic gat ekki beðið um betri byrjun í þjálfarastarfi sínu hjá Watford en liðið vann öruggan 4-0 sigur á Stoke City í ensku B-deildinni í dag.

Bilic gerði eins og hálfs árs samning við Watford fyrir nokkrum dögum síðan. Leikmenn eru ákveðnir í að sanna sig fyrir stjóranum og var senegalski sóknarmaðurinn Ismaila Sarr fyrstur til að minna á sig.

Hann kom Watford yfir á 12. mínútu áður en Ken Sema, Keinan Davis og Vakoun Issouf Bayo gerðu þrjú mörk í síðari hálfleiknum.

Þetta var fyrsti útisigur Watford síðan í mars og þá fyrsta sinn sem liðið nær að vinna leik og halda hreinu í níu leikjum. Áhrif Bilic þegar farin að skila sér.

Watford er í 7. sæti deildarinnar með 17 stig en Stoke hefur gengið brösulega á tímabilinu og er í 17. sæti með 12 stig.