sun 02.okt 2022
Sjáðu markið: Foden skoraði eftir laglega sókn
Manchester City er komið í 1-0 gegn nágrönnum þeirra í Manchester United en það var Phil Foden sem skoraði markið á 8. mínútu leiksins á Etihad.

Heimamenn gerðu eins og þeir gera alltaf. Spiluðu fyrir framan teiginn og reyndu að skapa sér pláss, sem virkaði.

Eftir gott samspil endaði boltinn hjá Bernardo Silva vinstra megin við teiginn og kom hann með sendingu fyrir á Foden sem setti hann með föstu skoti efst í vinstra hornið.

Laglegt mark hjá Foden og Englandsmeistararnir hafa því tekið forystu í leiknum en markið má sjá hér fyrir neðan.

Sjáðu markið hjá Foden