sun 02.okt 2022
Byrjunarlið KA og KR: Kristinn Jóns í byrjunarliðinu

Úrslitakeppnin í Bestu deildinni fer að hefjast en fyrsti leikurinn í efrihlutanum er viðureign KA og KR. Byrjunarlið liðana eru komin í hús.KA stillir upp sterku liði en Jakob Snær Árnason er fjarverandi þar sem hann tekur út leikbann. Valdimar Logi Sævarsson og Elvar Máni Guðmundsson eru á bekknum en þeir eru báðir fæddir árið 2006.

Kristinn Jónsson er í byrjunarliði KR en þetta er aðeins hans 13. leikur í sumar. Þá byrjar Aron Þórður Albertsson en hann skoraði eina markið í viðureign þassara liða í sumar.