sun 02.okt 2022
Mættur til að slá öll met - Þriðji heimaleikurinn í röð sem hann skorar þrennu
Haaland er engum líkur
Norski framherjinn Erling Braut Haaland er að taka ensku úrvalsdeildina með stormi. Hann skoraði þrennu þriðja heimaleikinn í röð í 6-3 sigri Manchester City á Manchester United í grannaslag á Etihad í dag.

Haaland skoraði fyrstu tvö mörk sín í fyrri hálfleiknum áður en hann gerði þriðja markið um miðjan síðari hálfleikinn.

Þetta var þriðji heimaleikurinn í röð sem Haaland skorar þrennu fyrir Man City.

Hann er sá eini í sögu úrvalsdeildarinnar til að ná þessum áfanga en Haaland er að leika sér að andstæðingum sínum í byrjun tímabilsins.

Haaland er með 14 deildarmörk í 8 leikjum og er á góðri leið með að stórbæta markametið. Andy Cole og Alan Shearer skoruðu báðir 34 mörk í 42 leikja deild, en Mohamed Salah á metið í 38 leikja deild þar sem hann gerði 32 mörk á sínu fyrsta tímabili með Liverpool.