sun 02.okt 2022
Byrjunarlið Leeds og Aston Villa: Rodrigo mættur aftur
Rodrigo kemur inn í byrjunarlið Leeds
Leeds United og Aston Villa eigast við í 9. umferð ensku úrvalsdeildarinar klukkan 15:30. Leikurinn fer fram á Elland Road, heimavelli Leeds.

Spænski leikmaðurinn Rodrigo er mættur aftur eftir að hafa glímt við meiðsli síðustu vikur.

Ludwig Augustinsson byrjar þá sinn fyrsta leik fyrir Aston Villa en byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan. Douglas Luiz kemur einnig inn í liðið.

Jesse Marsch gerir þrjár breytingar á liði Leeds. Liam Cooper og Rasmus Kristensen koma einnig inn í liðið.

Leeds: Meslier, Struijk, Kristensen, Koch, Cooper, Adams, Roca, Aaronson, Sinisterra, Harrison, Rodrigo.

Aston Villa: Martinez, Young, Konsa, Mings, Augustinsson, McGinn, Luiz, Ramsey, Bailey, Watkins, Coutinho.