sun 02.okt 2022
Eriksen: Langt frá því að vera ásættanlegt
Leikmenn United voru ósáttir við eigin frammistöðu
Danski miðjumaðurinn Christian Eriksen segir frammistöðu liðsins í 6-3 tapinu gegn Manchester United langt frá því að vera ásættanlega og taka leikmenn alla ábyrgð á tapinu.

Englandsmeistararnir voru gíraðir í leikinn frá fyrstu mínútu og voru fjórum mörkum yfir þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks.

United náði að klóra í bakkann með fallegu marki frá Antony en Erling Braut Haaland og Phil Foden bættu við tveimur mörkum og komu liðinu í 6-1 forystu. Varamaðurinn Anthony Martial skoraði síðan tvö mörk undir lokin og lokatölur því 6-3.

Eriksen segir að hann og allir liðsfélagar hans hafi verið óánægðir við frammistöðuna í dag.

„Þetta var mjög þungt. Það eru allir á því að þetta hafi verið slæmur dagur á skrifstofunni. Við byrjuðum illa og þeir fengu færi strax í byrjun. Við getum sjálfum okkur um kennt."

„Það vantaði smá hugrekki að spila úr vörninni og við leyfðum þeim að spila á þeirra styrkleika. Það sem við tökum úr þessum leik er að við áttum að einbeita okkur að okkar leik."

„Það er margt sem þarf að laga og margir hlutir sem við þurfum að gera betur í. Þetta var langt frá því að vera ásættanlegt miðað við það sem við ættum að vera að gera."