sun 02.okt 2022
Ten Hag: Þetta kom mér á óvart
Erik Ten Hag og Pep Guardiola takast í hendur
Mynd: EPA

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, segir frammistöðuna í nágrannaslagnum hafa komið sér á óvart, en hann segir að það hafi vantað alla trú.

Í byrjun leiks sást fljótlega í hvað stefndi. Phil Foden skoraði á 8. mínútu og bætti liðið við þremur mörkum áður en hálfleikurinn var úti.

Frammistaðan batnaði aðeins í þeim síðari en lokatölur samt sem áður 6-3 fyrir Man City.

Eftir fjóra sigra í röð í deildinni virtist gamla United-liðið aftur mætt, en svo virðist ekki.

„Þetta er frekar einfalt og það sem vantar er trú. Þegar þú hefur ekki trú á vellinum þá getur þú ekki unnið leiki og það er óásættanlegt. Við verðum óagaðir í að fylgja reglunum og þá er manni slátrað. Það er það sem gerðist í dag."

„Þetta kom mér á óvart. Við vorum ekki fyrstir í boltann, ekki hugrakkir með hann og það voru pláss til að spila í en við vorum bara ekki nógu hugrakkir."

„Man City fær hrós, en þetta hefur ekkert með City að gera. Okkar frammistaða var ekki nógu góð. Þetta hefur allt með trú að gera, bæði hjá einstaklingum og liðinu sjálfu."

„Ég fann þetta frá fyrstu mínútu og í hálfleik breytti ég nokkrum hlutum og viðhorfið breyttist í kjölfarið. Við sáum annað Manchester United-lið í síðari hálfleiknum og skoruðum mörk og sköpuðum nokkur færi. Við vorum hugrakkir á boltanum og mættum á vallarhelming andstæðingsin og skoruðum þrjú mörk."

„Ég get ekki hugsað um eitthvað jákvætt úr þessum leik í augnablikinu. Við brugðumst stuðningsmönnum félagsins, okkur sjálfum og erum ótrúlega vonsviknir,"
sagði Ten Hag.