sun 02.okt 2022
[email protected]
Bruno Lage rekinn frá Wolves (Staðfest)
 |
Bruno Lage |
Portúgalski stjórinn Bruno Lage var í dag látinn taka poka sinn hjá Wolves en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu.
Lage tók við Wolves fyrir fimmtán mánuðum eftir að Nuno Espirito Santo yfirgaf félagið.
Wolves hafnaði í 10. sæti á fyrsta tímabili Lage en byrjunin á þessu tímabili hefur verið alger martröð.
Liðið hefur aðeins unnið einn leik af fyrstu átta og er þá í 18. sæti deildarinnar.
Það var 2-0 tapið gegn West Ham í gær sem fyllti mælinn og eftir fund stjórnar var ákveðið að reka Lage.
Wolves tilkynnti það í dag en Steve Davis og James Collins stýra liðinu í næsta deildarleik gegn Chelsea.
|