sun 02.okt 2022
KA fagnaði Bikarmeistaratitli Víkings - Horfa í titilbaráttuna

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var mjög ánægður með að vinna KR í dag en þetta var fyrsti sigur liðsins á Vesturbæingum í sumar.„KRingarnir voru góðir, við vorum ekki nógu góðir að spila út, þeir settu strax pressu á okkur og náðu að klukka okkur. Þeir náðu að yfirmanna viss svæði á vellinum. Við fengum fín færi í fyrri hálfleiknum en gerðum varnarlega ekki alveg rétt," sagði Hallgrímur.

KA er nú með fjórtán stiga forystu á Val en Valur getur í mesta lagi náð í fimmtán stig. Efstu þrjú sætin gefa Evrópusæti eftir að Víkingur varð bikarmeistari. KA menn fögnuðu því.

„Þetta gerði þetta einfaldara fyrir okkur og ennþá einfaldara núna eftir að við unnum. Þetta er ekki alveg öruggt og við fögnum ekki mikið fyrr en þetta er alveg komið. Við ætlum að enda fyrir ofan Víking, við byrjuðum úrslitakeppnina með jafnmörg stig og ætlum að enda fyrir ofan. Það er örugg Evrópa svo sjáum við til í lokin hvort það sé hægt að kroppa eitthvað í Blikana ef þeir misstíga sig,"