sun 02.okt 2022
[email protected]
Besta deildin: Danskir dagar í Úlfarsárdal
 |
Jannik Pohl setti tvö |
Fram 3 - 2 Leiknir R. 0-1 Mikkel Dahl ('2) 1-1 Delphin Tshiembe ('13) 2-1 Jannik Pohl ('59) 3-1 Jannik Pohl ('70) 3-2 Emil Berger ('90, víti) Rautt spjald: Óskar Jónsson, Fram ('88)
Fram vann virkilega sterkan sigur á Leikni á heimavelli í fyrstu umferð neðri deildarinnar í úrslitakeppni Bestu deildarinnar í dag. Fram lenti 1-0 undir eftir aðeins tveggja mínútna leik þar sem Mikkel Dahl skoraði fyrir Leikni. Delphin Tshiembe jafnaði metin stuttu síðar en staðan var jöfn í hálfleik. Jannik Pohl bætti tveimur mörkum við og kom Fram í góða stöðu. Fjögur mörk frá dönskum leikmönnum. Svíin Emil Berger minnkaði muninn af vítapunktinum fyrir Leikni en nær komust þeir ekki. Fram er því komið með 28 stig, 9 stigum frá fallsæti. Leiknir er hins vegar í bullandi fallbaráttu, einu stigi frá fallsæti.
|