sun 02.okt 2022
Siggi Höskulds: Mörk sem var auðveldlega hægt að koma í veg fyrir
Sigurður Höskuldsson

"Mér fannst við ekkert frábærir í dag en Framarar voru nokkuð góðir. Við byrjuðum vel og fyrri hálfleikur var í járnum. Þó Fram hafi svolítið stjórnað ferðinni í seinni hálfleik fannst mér þetta ofboðslega lin mörk sem við fengum á okkur og það var svekkjandi. Þetta voru þrjú mörk sem var auðveldlega hægt að koma í veg fyrir," sagði Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis, eftir 3-2 tap gegn Fram í kvöld.



"Það var margt fínt hjá okkur en heildarframmistaðan var ekki nógu góð. Ef við ætlum að halda okkur í deildinni þurfum við að bæta okkur um 10-20%."

Allt viðtalið við Sigurð má sjá í spilaranum hér að ofan.