sun 02.okt 2022
Gerrard: Sóknarmennirnir verða að stíga upp

Aston Villa gerði markalaust jafntefli gegn Leeds í ensku úrvalsdeildinni í dag en liðið var manni fleiri meirihlutan af síðari hálfleik þegar Luis Sinisterra leikmaður Leeds var rekinn af velli.Villa var mun betri aðilinn í leiknum en Steven Gerrard stjóri liðsins er ekki sáttur með sóknarleikinn.

„Það væri ekki sanngjarnt ef ég myndi ekki setja spurningameirki við sóknarmenn liðsins, ég þarf meiri gæði. Við vorum með 10 skot og 12 í teignum svo við þurfum að vera betri. Leeds varðist velen við gerðum meira en nóg en það vantaði bara herslumuninn," sagði Gerrard.

Við þurfum fleiri mörk, sóknarmenn liðsins verða að stíga upp og vera miskunnarlausir."

Aston Villa hefur aðeins skorað sex mörk í fyrstu átta leikjunum í deildinni.