sun 02.okt 2022
Brynjólfur og Hákon Arnar lögðu upp - Aron Einar fyrirliði í sigri

Brynjólfur Willumsson lagði upp mark í ótrúlegum leik Kristiansund gegn Rosenborg í efstu deild í Noregi í dag.Hann lagði upp fyrsta mark leiksins en Rosenborg svaraði tveimur mínútum síðar. Kristiansund bætti tveimur mörkum við fyrir lok fyrri hálfleiks. Dæmið snérist við í síðari hálfleik, Rosenborg skoraði þrjú gegn einu marki Kristiansund. 4-4 lokatölur.

Rosenborg er í 3. sæti 16 stigum á eftir toppliði Molde og aðeins 18 stig eftir í pottinum. Kristall Máni Ingason var ekki í leikmannahópnum í dag vegna meiðsla. Kristiansund er í næst neðsta sæti og 9 stigum frá öruggu sæti.

FC Kaupmannahöfn vann loksins leik en liðið hafði aðeins unnið tvo af síðustu sex leikjum í dönsku deildinni. Ísak Bergmann, Hákon Arnar og Orri Steinn Óskarsson byrjuðu allir á bekknum í dag.

Hákon kom inná sem varamaður undir lok fyrri háflleiks og hann lagði upp sigurmarkið undir lok leiksins. Ísak kom inná og spilaði uppbótartímann. Orri kom ekki við sögu.

Aron Einar fyrirliði Al Arabi

Aron Einar Gunnarsson bar fyrirliðabandið hjá Al Arabi í 1-0 sigri á Al Marhiya í bikarnum. Hann skiptist í tvo riðla og tvö efstu liðin fara áfram í undanúrslit.

Al Arabi er í 2 .sæti B-riðils með 6 stig eftir þrjá leiki, stigi á eftir toppliðinu. Það eru spilaðir átta leikir í riðlakeppninni.