sun 02.okt 2022
Grikkland: Hörður hafði betur gegn Sverri Inga

PAOK fékk Panathinaikos í heimsókn í grísku deildinni í kvöld. Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliðinu hjá PAOK og Hörður Björgvin Magnússon var í byrjunarliði Panathinaikos.PAOK var marki yfir í hálfleik en Panathinaikos jafnaði metin snemma í síðari hálfleik og var komið með forystuna þegar stundarfjórðungur var til leiksloka.

Það reyndist sigurmarkið en Panathinaikos er með 18 stig á toppi deildarinnar, sjö stigum á undan Olympiakos, Volos og PAOK.

Ögmundur Kristinsson var á bekknum í 2-0 sigri Olympiakos gegn Artromitos. Samúel Kári Friðjónsson og Viðar Örn Kjartansson voru í byrjunarliði Artromitos.

Artromtios er í 7. sæti með átta stig.