mán 03.okt 2022
Nkunku færist nær Chelsea - Ætla að borga meira en riftunarverð
Christopher Nkunku.
Franski landsliðsmaðurinn Christopher Nkunku færist nær því að ganga í raðir Chelsea samkvæmt fregnum í enskum fjölmiðlum á þessum mánudegi.

Það var sagt frá því í síðustu viku að hann væri búinn að gangast undir læknisskoðun hjá félaginu.

Núna er Chelsea að vinna í því að ganga frá kaupum á honum en hann er með riftunarverð í samningi sínum sem verður virkt næsta sumar riftunarverðið hljóðar upp á 60 milljónir evra.

Það er talið að Chelsea sé tilbúið að bjóða meira en riftunarverðið er til þess að tryggja sér leikmanninn fyrir næsta sumar.

Það er mikill áhugi á hinum 24 ára gamla Nkunku en Chelsea er að gera mikið til að landa þessum fjölhæfa leikmanni.