mán 03.okt 2022
Harrington hættur hjá KR - „Gætum skrifað biblíu um tímabilið"
Christopher Harrington
KR liðið
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Christopher Harrington verður ekki áfram þjálfari kvennaliðs KR. Þetta sagði hann í samtali við Fótbolta.net í dag. KR féll úr Bestu deildinni á liðnu tímabili.

Harrington var ráðinn þjálfari í kjölfarið á því að Jóhannes Karl Sigursteinsson hætti þjálfun liðsins eftir erfiða byrjun á mótinu.

Harrington þakkar fyrir tímann sinn hjá KR. Hann segist hafa tekið við starfinu hjá KR eftir að hafa hafnað því að gerast styrktarþjálfari Bodö/Glimt. Hann starfaði hjá Egersund fyrri hluta árs eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari KR í þrjá mánuði í lok síðasta árs. „Ég vildi ekki bara vera í styrktarþjálfuninni því mér fannst ég hafa meira að gera. Þegar ég heyrði af áhuga KR þá var ég að sjálfsögðu spenntur að koma til baka til Íslands og ákvörðunin var auðveld."

„Ég gekk ekki inn í draumastöðu því það var á brattan að sækja hjá liðinu, en þarna var tækiæfir til að hjálpa liðinu og kvennaboltanum hjá KR. Mér hafði líkað starfið mjög vel, að starfa með Kalla, áður en ég fór til Noregs."

„Í fyrstu þremur leikjunum unnum við einn leik, gerðum jafntefli í einum og töpuðum einum. Þá vorum við Arnar með svo gott sem alla leikmenn til taks. Eftir sigurleikinn gegn Keflavík var langt hlé og við misstum þrjá leikmenn úr varnarlínunni. Gumma gat ekki æft mikið í sumar og svo datt Bergdís Fanney - sem var í formi lífs síns - út, Hannah og margir aðrir leikmenn duttu einnig út vegna meiðsla og annarra ástæðna. Ég er handviss um að ef við hefðum haldið þessum leikmönnum eða fengið inn leikmenn í stað þeirra sem við misstum þá hefðum við haldð sæti okkar í deildinni."

„Ég er stoltur af vinnunni okkar, gáfum ungum leikmönnum alvöru tækifæri til að spila í efstu deild. Ég held að vð höfum mótað leikstíl sem leikmenn gátu tengt við og notið þess að spila."

„Ég vil þakka öllum hjá KR fyrir, allt frá fólkinu sem þrífur húsið til Magga sem hefur gert stórkostlega hluti með vellina hjá KR. Ég þakka öllu starfsfólkinu og að sjálfögðu öllum leikmönnum KR fyrir."

„Ég las fyrir nokkrum vikum að þjálfari Aftureldingar sagði að hann gæti skrifað bók um tímabilið, ef það er staðan þá er ég fullviss um að við gætum skrifað biblíu um okkar tímabil,"
sagði Christopher.