mán 03.okt 2022
Jasmín Erla kölluð inn í A-landsliðið
Jasmín Erla Ingadóttir.
Jasmín Erla Ingadóttir, markadrottning Bestu deildarinnar, hefur verið kölluð inn í A-landsliðið.

Hún kemur inn í hópinn fyrir framherjann Elínu Mettu Jensen sem hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna.

Jasmín Erla átti stórkostlegt sumar með Stjörnunni og endaði sem markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar þrátt fyrir að leika oftast sem sóknarsinnaður miðjumaður.

Hún mun núna koma til móts við landsliðshópinn fyrir leikinn mikilvæga í umspilinu fyrir HM þar sem Ísland mætir annað hvort Belgíu eða Portúgal.

Jasmín, sem er fædd árið 1998, hefur leikið með yngri landsliðum en fær núna tækifærii til að leika sinn fyrsta A-landsleik.

Sjá einnig:
Skuggaframherjinn sem á skilið tækifæri með íslenska landsliðinu