mán 03.okt 2022
[email protected]
FC Árbær fær sekt vegna ummæla Gylfa Tryggvasonar
 |
Gylfi Tryggvason í hlaðvarpsþættinum 'Heimavöllurinn' fyrir tveimur árum. |
Knattspyrnusambandið hefur ákveðið að sekta FC Árbæ, sem komst upp úr 4. deildinni í fyrstu tilraun í sumar, um 50 þúsund krónur vegna ummæla þjálfara liðsins í hlaðvarpsþættinum Ástríðunni.
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ komst að þessari niðurstöðu á fundi 27. september. Gylfi Tryggvason er þjálfari Árbæinga og lét þessi ummæli falla þegar hann tjáði sig um dómaravalið í viðureign Dalvíkur/Reynis gegn Elliða í 3. deild karla sem fór fram 3. september. „Degi fyrir leik kemur inn hver er að dæma. Elliði sendir tölvupóst á KSÍ um að hann sé hlutdrægur. Þeir spyrja hvort þeir geti fengið hlutlausan dómara á þennan leik," sagði Gylfi meðal annars í þættinum sem um ræðir. Af vef KSÍ: Um var að ræða opinber ummæli sem eru að mati framkvæmdastjóra til þess fallin að skaða ímynd íslenskrar knattspyrnu og með þeim hafi alvarlega verið vegið að heiðarleika dómara í leik Dalvíkur/Reynis og Elliða í 3. deild karla, þann 3. september. Sjá einnig: Ástríðan birtir yfirlýsingu í kjölfarið á umræðu um dómara
|